Um Fortunata
Fortunata tekur á móti einstaklingum í markþjálfun en vinnur einnig með teymum innan fyrirtækja að breytingum og markmiðasetningu. Gildi Fortunata eru heiðarleiki, metnaður og hugrekki. Hamingja og almenn velferð einstaklinga er það sem Fortunata hefur ástríðu fyrir og hefur að leiðarljósi í öllum sínum störfum.
Fortunata er með skrifstofu að Suðurlandsbraut 22.
Hjá Fortunata starfar María Stefánsdóttir markþjálfi
María hefur fjölbreytta reynslu úr atvinnulífinu á sviði stjórnunar, stefnumótunar og markþjálfunar. Hún hefur starfað sem stjórnandi hjá stærstu fyrirtækjum landsins undanfarna áratugi en ástríðan hefur alltaf verið að styðja við aðra í að vaxa og ná sínum markmiðum.
María lærði markþjálfun hjá ICA, International Coach Academy, Ástralíu, Certified Professional Coach Program. María er vottaður PCC markþjálfi af International Coaching Federation, stærstu og virtustu samtökum á þessu sviði í heiminum sem framfylgja ströngum kröfum um hæfni markþjálfa. María er jafnframt stjórnmálafræðingur með mastersgráðu í alþjóðastjórnmálum frá Kaupmannahafnarháskóla.
„Í markþjálfun nota ég aðferðir og verkfæri sem eru áhrifarík; jákvæð sálfræði, tímastjórnun og leiðtogaþróun í bland við almenna skynsemi. Þú mátt búast við hreinskilni, ögrun og hlýju í bland við húmor og léttleika.“
María er mikill náttúrudýrkandi og tengist henni í gegnum áhugamálin sem eru fjallgöngur, laxveiði, golf og skíði. María hefur sjálf nýtt sér markþjálfun á margvíslegan hátt – til að taka stórar og litlar ákvarðanir, breyta lífinu til hins betra, yfirstíga ótta og almennt láta vaða. Hún hefur verið í markþjálfun hjá Eddu Jónsdóttur frá árinu 2017.