Ráðgjöf
Á vinnumarkaðnum er aukin krafa um að stjórnendur hvetji, styðji og leiði starfsmenn í gegnum áskoranir og til að ná settum markmiðum. Teymisþjálfun á vinnustöðum er árangursrík leið til að bæta líðan og samskipti og til að veita starfsfólki þekkingu og verkfæri til að ná árangri.
Teymisþjálfun á vinnustöðum getur m.a. snúið að fyrirtækjamenningu, að efla sölu- og þjónustu eða aðstoð við þær margvíslegu áskoranir sem geta komið upp í umhverfi fyrirtækja og stofnana.
María hjá Fortunata hefur umfangsmikla stjórnunarreynslu og verið farsæll stjórnandi sölu- og þjónustuteyma. Auk þess hefur hún starfað við stefnumótun og hefur mikla reynslu af því að stýra vinnustofum og rýnihópum.